Markþjálfun fyrirtækja og einstaklinga

markþjálfun

Markþjálfun er aðferð sem miðar að því að leysa úr læðingi innbyggða möguleika einstaklings eða hóps, styttir leiðina að tilteknu markmiði, sem getur m.a. verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði og eða betri framistaða og árangur.

Markþjálfun snýst um að hjálpa þér að finna út hvert þú vilt stefna og hvað þú þarft til þess að ná settu marki.
Með mínum spurningum og þínum svörum færðu innsýn inn í hugsanagang þinn og hegðunarmynstur sem skapar þér möguleika til að gera þær breytingar sem þú óskar eftir. Þær breytingar gætu verið að átta sig á eigin hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir velgengni með það að markmiði að ýta þeim úr vegi til að geta haldið áfram að eflast á eigin forsendum.

Það skiptir ekki máli hvað þú hleypur hratt ef þú veist ekki hvert þú ert að fara
Peter Drucker
LOKA ✕
Verðum í sambandi
Sendu okkur erindi hér að neðan! Eða bara eitthvað skemmtilegt t.d hrós... við elskum hrós.

Takk fyrir að hafa samband! Skilaboð móttekin

Oops! Something went wrong while submitting the form